Rannsókn á fimmtán milljarða undanskotum í réttum farvegi Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira