Fyrsti sigur LeBron með Lakers og Curry skoraði 51 stig Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. október 2018 07:30 81 stig frá þessum í nótt vísir/getty Los Angeles Lakers er komið á blað í NBA körfuboltanum eftir öruggan sigur á Phoenix Suns í nótt en þetta var fyrsti sigur liðsins með LeBron James innanborðs. Lakers lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 54-76, Lakers í vil. James skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar en Lance Stephenson var stigahæstur Lakers manna með 23 stig. Meistarar Golden State Warriors léku á als oddi þegar þeir fengu Washington Wizards í heimsókn. Stephen Curry var algjörlega óstöðvandi og skoraði 51 stig í öruggum sigri, 144-122. Curry skoraði 11 þriggja stiga körfur úr 16 tilraunum. Þetta er í sjötta sinn á ferlinum sem kappinn skorar 50 stig eða meira í leik en meistararnir eru 4-1 eftir fimm leiki. 30 stig og 19 fráköst Joel Embiid dugðu ekki til að stöðva Milwaukee Bucks sem hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo var frábær; skoraði 32 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimmtán stiga sigri á Philadelphia 76ers, 123-108. Toronto Raptors eru sömuleiðis með fullt hús stiga þar sem þeir unnu fimmta leik sinn í röð í nótt þegar þeir fengu Minnesota Timberwolves í heimsókn. Lokatölur 112-105 þar sem Kawhi Leonard skilaði 35 stigum.Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 111-104 Dallas Mavericks Cleveland Cavaliers 86-102 Brooklyn Nets Miami Heat 110-87 New York Knicks Toronto Raptors 112-105 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 112-110 Charlotte Hornets Houston Rockets 89-100 Utah Jazz San Antonio Spurs 96-116 Indiana Pacers Milwaukee Bucks 123-108 Philadelphia 76ers Phoenix Suns 113-131 Los Angeles Lakers Sacramento Kings 97-92 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 144-122 Washington Wizards NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Los Angeles Lakers er komið á blað í NBA körfuboltanum eftir öruggan sigur á Phoenix Suns í nótt en þetta var fyrsti sigur liðsins með LeBron James innanborðs. Lakers lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 54-76, Lakers í vil. James skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar en Lance Stephenson var stigahæstur Lakers manna með 23 stig. Meistarar Golden State Warriors léku á als oddi þegar þeir fengu Washington Wizards í heimsókn. Stephen Curry var algjörlega óstöðvandi og skoraði 51 stig í öruggum sigri, 144-122. Curry skoraði 11 þriggja stiga körfur úr 16 tilraunum. Þetta er í sjötta sinn á ferlinum sem kappinn skorar 50 stig eða meira í leik en meistararnir eru 4-1 eftir fimm leiki. 30 stig og 19 fráköst Joel Embiid dugðu ekki til að stöðva Milwaukee Bucks sem hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo var frábær; skoraði 32 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimmtán stiga sigri á Philadelphia 76ers, 123-108. Toronto Raptors eru sömuleiðis með fullt hús stiga þar sem þeir unnu fimmta leik sinn í röð í nótt þegar þeir fengu Minnesota Timberwolves í heimsókn. Lokatölur 112-105 þar sem Kawhi Leonard skilaði 35 stigum.Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 111-104 Dallas Mavericks Cleveland Cavaliers 86-102 Brooklyn Nets Miami Heat 110-87 New York Knicks Toronto Raptors 112-105 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 112-110 Charlotte Hornets Houston Rockets 89-100 Utah Jazz San Antonio Spurs 96-116 Indiana Pacers Milwaukee Bucks 123-108 Philadelphia 76ers Phoenix Suns 113-131 Los Angeles Lakers Sacramento Kings 97-92 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 144-122 Washington Wizards
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira