Segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hlægilega Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 11:33 Smári McCarthy furðar sig á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem hann telur hina snautlegustu. Smári McCarthy þingmaður Pírata var ómyrkur í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu í sérstakri umræðu um skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Smári McCarthy, sem var málshefjandi en til andsvara var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði skýrsluna hryllingslestur. „Stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5°C meðalaukningu á heimsvísu felst í því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins hratt og hægt er, og breyta íslenskum iðnaði þannig að útblæstri koltvísýrings verði hætt. Töluverð föngun kolefnis getur frestað þessari niðurstöðu tímabundið, en eingöngu stórar breytingar á forsendum samfélagsins munu koma í veg fyrir ástand þar sem í besta falli milljónir deyja, þúsundir tegunda þurkast út og lífvænleiki jarðarinnar verður verulega skaddaður.“Upp á líf og dauða fyrir mannkynið Smári sagði að ef til vill væri vert að láta versta tilfellið liggja milli hluta en vísindin væru skýr um að þetta væri er umræða upp á líf og dauða fyrir allt mannkynið. „Í þeirri fullyrðingu er engin óþarfa drama ─ þetta er blákaldur veruleikinn.“ Þetta var innleiðing í harða gagnrýni á loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en þar telur Smári koma glögglega í ljós að áætlunin mun ekki bjarga neinu. „Hún var ekki nógu góð áður en ný skýrsla IPCC kom út, en núna er hún hlægileg.“ Hlægileg aðgerðaáætlun Smári segir engin skýr markmið að finna í áætluninni um hversu mikinn samdrátt í CO2-losun eigi að fylgja hverri aðgerð. Flestar aðgerðirnar snúast bara um ómarkvissa tilfærslu peninga eða áætlunargerð, eins og það eitt muni bjarga einhverju. „Losun Íslands eru 4,3 milljónir tonna koltvísýrings árlega. Til að ná markmiðum Parísarsamningsins fyrir 2030 þarf CO2 losun að vera komin í rétt um 3 milljónir tonna á ári. Við höfum 12 ár til að draga úr þessari losun, eða línulega um 83 þúsund tonna árlegan samdrátt í losun.“ Þetta er ekki nóg, að sögn Smára. Ekki nálægt því. „Lausn í loftslagsmálum verður ekki keypt fyrir tæplega 0.1% af árlegum fjárlögum ríkisins.“ Umræðan um þessi mál er nú yfirstandandi á þinginu og er óhætt að segja að skýjað sé yfir þingmönnum vegna þessa umfjöllunarefnis. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata var ómyrkur í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu í sérstakri umræðu um skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Smári McCarthy, sem var málshefjandi en til andsvara var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði skýrsluna hryllingslestur. „Stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5°C meðalaukningu á heimsvísu felst í því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins hratt og hægt er, og breyta íslenskum iðnaði þannig að útblæstri koltvísýrings verði hætt. Töluverð föngun kolefnis getur frestað þessari niðurstöðu tímabundið, en eingöngu stórar breytingar á forsendum samfélagsins munu koma í veg fyrir ástand þar sem í besta falli milljónir deyja, þúsundir tegunda þurkast út og lífvænleiki jarðarinnar verður verulega skaddaður.“Upp á líf og dauða fyrir mannkynið Smári sagði að ef til vill væri vert að láta versta tilfellið liggja milli hluta en vísindin væru skýr um að þetta væri er umræða upp á líf og dauða fyrir allt mannkynið. „Í þeirri fullyrðingu er engin óþarfa drama ─ þetta er blákaldur veruleikinn.“ Þetta var innleiðing í harða gagnrýni á loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en þar telur Smári koma glögglega í ljós að áætlunin mun ekki bjarga neinu. „Hún var ekki nógu góð áður en ný skýrsla IPCC kom út, en núna er hún hlægileg.“ Hlægileg aðgerðaáætlun Smári segir engin skýr markmið að finna í áætluninni um hversu mikinn samdrátt í CO2-losun eigi að fylgja hverri aðgerð. Flestar aðgerðirnar snúast bara um ómarkvissa tilfærslu peninga eða áætlunargerð, eins og það eitt muni bjarga einhverju. „Losun Íslands eru 4,3 milljónir tonna koltvísýrings árlega. Til að ná markmiðum Parísarsamningsins fyrir 2030 þarf CO2 losun að vera komin í rétt um 3 milljónir tonna á ári. Við höfum 12 ár til að draga úr þessari losun, eða línulega um 83 þúsund tonna árlegan samdrátt í losun.“ Þetta er ekki nóg, að sögn Smára. Ekki nálægt því. „Lausn í loftslagsmálum verður ekki keypt fyrir tæplega 0.1% af árlegum fjárlögum ríkisins.“ Umræðan um þessi mál er nú yfirstandandi á þinginu og er óhætt að segja að skýjað sé yfir þingmönnum vegna þessa umfjöllunarefnis.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00