Óvíst hvert málum yrði áfrýjað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 07:00 Enn á eftir að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson lagaprófessor. Fréttablaðið/Eyþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47