Blóð þarf ekki að renna Guðríður Arnardóttir skrifar 26. október 2018 11:00 Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun