Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2018 08:00 Þeir Ghanem Almasarir og Ali Adubisi geta ekki snúið aftur heim til Sádi-Arabíu. Myndir/NordicPhotos/Adubisi Mál sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hefur vakið óhug víða. Khashoggi var sundurlimaður, pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl í upphafi mánaðar. Margt bendir til þess að Mohammed bin Salman, krónprins og þjóðarleiðtogi Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað ódæðisverkið en Khashoggi hafði skrifað harðorða pistla um prinsinn. Til að mynda um harðar aðgerðir hans gegn stjórnarandstæðingum og tjáningarfrelsinu sjálfu. Mohammed, reglulega kallaður MBS, neitar reyndar sök. Stjórnvöld sögðust í upphafi ekkert vita um málið, síðar að Khashoggi hefði dáið í slagsmálum við sádiarabísku leyniþjónustumennina sem voru í Istanbúl í óþökk stjórnvalda og nú loks á fimmtudag sagði ríkisaksóknaraembættið að morðið hefði verið skipulagt og var þannig í mótsögn við fyrri staðhæfingar. Fréttablaðið ræddi af þessu tilefni við tvo sádiarabíska stjórnarandstæðinga sem búsettir eru í Evrópu og fékk að heyra skoðanir þeirra á Khashoggi-málinu og krónprinsinum.Hæðist að stjórnvöldum Ghanem Almasarir settist að í bresku höfuðborginni Lundúnum árið 2003 vegna þess að skoðanir hans áttu ekki upp á pallborðið í heimalandinu. Þaðan hefur hann barist fyrir auknu frelsi Sádi-Araba. Árið 2015 setti hann í loftið YouTube-rás sína, Ghanem Show, þar sem hann fjallar um spillingu og þöggunartilburði konungsfjölskyldunnar með háðið að vopni. „Þátturinn minn er eini sádiarabíski þátturinn þar sem grín er gert að stjórnvöldum. Ég hef milljónir áhorfenda og fæ hundruð skilaboða þar sem stuðningi er lýst við mig á hverjum degi,“ segir Almasarir. „Fólkið í Sádi-Arabíu hatar MBS. Það hatar hann svo mikið. En það er alveg ofboðslega hrætt við hann. Það veit að skemmtunin og kvikmyndirnar sem hann hefur lofað því er bara hans leið til að beina athyglinni frá spillingu,“ segir Almasarir og bætir við: „Það er ekkert gegnsæi þannig að ég skil ekki hvernig hann getur dregið andstæðinga sína fyrir dóm til þess að berjast gegn meintri spillingu. Hann hefur jafnvel sjálfur sagt í viðtölum að hann sé afar, afar ríkur. Og hvernig varð hann svona ríkur? Þetta er allt þjófnaður!“Varð fyrir árás Almasarir varð fyrir árás á götum Lundúna í september síðastliðnum. Menn veittust að honum og öskruðu á hann að hann gæti ekki talað eins og hann gerði um konungsfjölskylduna. Í umfjöllun Independent um atvikið sagði að mennirnir hefðu sagt að það skipti engu máli að þeir væru í Lundúnum. „Til andskotans með Lundúnir. Drottningin þeirra er þræll okkar og lögreglan hundar. Hvernig dirfist þú að blóta Salman konungi? Við getum ekki leyft þér það.“ Að mati Almasarir er þáttur hans augljóslega ástæðan fyrir árásinni. „Það var ráðist á mig vegna þess að ég nota háð til þess að gagnrýna og ljóstra upp um þau hryllilegu mannréttindabrot sem viðgangast í Sádi-Arabíu, hræsni konungsfjölskyldunnar og allt sem hún gerir,“ segir hann. Almasarir segir MBS halda að hann geti gert hvað sem hann vill svo lengi sem hann borgar þeim sem eru ósammála fyrir að sætta sig einfaldlega við það. „En innan Sádi-Arabíu þarf hann ekki að borga neinum. Hann kastar fólki bara í fangelsi og lætur pynta það.“Verri en Gaddafi og Saddam Að sögn Almasarir minnir MBS á arabíska harðstjóra á borð við hinn líbýska Muammar Gaddafi og hinn írakska Saddam Hussein. „Hann er eins og Gaddafi og Saddam. En hann er meira að segja verri af því að hann kaupir sér þjónustu almannatengla til þess að láta hann líta betur út en Gaddafi og Saddam. Stundum trúir fólk því meira að segja,“ segir Almasarir. Afstaða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til stjórnarinnar í Sádi-Arabíu hefur verið töluvert gagnrýnd. Hvort sem um er að ræða Khashoggi-málið eða hin ógnarmörgu morð á almennum borgurum í stríðinu í Jemen. Bandaríkin eiga mikilla hagsmuna að gæta, hafa til að mynda stundað vopnaviðskipti fyrir hundruð milljarða. „Ég held að Trump verði einfaldlega að reyna að koma honum frá völdum. Bæði til þess að bjarga sádiarabísku þjóðinni og til þess að vernda bandaríska hagsmuni bæði í Sádi-Arabíu og Arabaheiminum öllum,“ segir Almasarir.Kallaður hryðjuverkamaður Ali Adubisi er formaður ESOHR, evrópsk-sádiarabískrar mannréttindastofnunar, sem stofnuð var í Berlín árið 2013. Hann segir ESOHR reyna að hafa sem mest áhrif og einbeita sér að mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu. Til að mynda aftökum, pyntingum, ólögmætri fangelsun, brotum geng konum og börnum og brotum gegn tjáningarfrelsinu svo fátt eitt sé nefnt. „Stofnunin er mikilvæg upplýsingaveita um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu,“ segir Adubisi. Hann segir að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi reynt að þagga niður í sér. „Það var réttað yfir mér fjarverandi árið 2016 vegna meintra brota á hryðjuverkalögum. Það er enginn greinarmunur gerður á mannréttindabaráttufólki og hryðjuverkamönnum. Ég veit ekki hvernig það mál fór. Ég gæti verið handtekinn ef ég ferðast til Arabalandanna vegna baráttu minnar þannig að ég einfaldlega fer ekki þangað.“ Þá segir hann að margir stjórnarandstæðingar óttist nú um líf sitt vegna máls Khashoggi. „Við höfum fylgst með málum nokkurra aðgerðasinna í útlegð og vitum að ríkisstjórnin hefur hótað ættingjum þeirra í Sádi-Arabíu.“ Adubisi segir að sér hafi ítrekað verið boðið aftur heim og hann fengið loforð um að hann yrði ekki handtekinn. Því treysti hann ekki. Þá segir hann einnig að lokað hafi verið á vefsíðu stofnunarinnar í Sádi-Arabíu og að „stafrænn her“ reyni sífellt að ráðast á stofnunina bæði á samfélagsmiðlum og með netárásum. „Ég er ekki hræddur en maður verður að hafa varann á. Eftir að Mohammed bin Salman komst til valda hefur ríkisstjórnin breyst í skipulögð glæpasamtök.“Óvinur mannréttinda Aðspurður um skoðanir sínar á krónprinsinum segir Adubisi: „Hann er brjálaður óvinur mannréttinda. Staða mannréttindamála hefur aldrei verið verri á þeim 88 árum sem liðin eru frá stofnun ríkisins.“ Adubisi segir að Mohammed sé stríðsglæpamaður vegna aðgerða Sádi-Araba í stríðinu í Jemen. Vert er að benda á að slíkar ásakanir birtust í skýrslu sérfræðingateymis mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem birtist í ágúst. „Hann hefur líka gerst sekur um glæp þegar Khashoggi var myrtur og reynt var að hylma yfir glæpinn. Hann hefur aukinheldur staðið fyrir pyntingum og öðrum morðum. Til viðbótar, jafnvel þótt hann hafi lofað að fækka aftökum, hefur aftökum fjölgað og refsingar beinst í meira mæli gegn mannréttindabaráttufólki og stjórnarandstæðingum,“ segir Adubisi og bætir við: „Hann er verulega harður harðstjóri. Hann er líka skapstór. Og hann málar sig upp sem umbótasinna, makar á sig þeirri málningu, á meðan hann stelur auð sádiarabísku þjóðarinnar. Svo reynir hann að notfæra sér alþjóðlega fjölmiðla til að skapa þér þessa ímynd.“Kallar eftir aðgerðum Að mati Adubisi hefur alþjóðasamfélagið ekki gert nóg til þess að styðja baráttu Sádi-Araba fyrir mannréttindum, „því miður“. Hann segir að nokkur ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, hafi lengi verið „stuðningsmenn ógnarstjórnarinnar í Sádi-Arabíu“. „En við gleymum ekki fallegum og mikilvægum stefnumálum fjölmargra landa, til dæmis Íslands sem hefur stutt baráttuna fyrir mannréttindum í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, eins og ég hef alltaf tekið fram í umfjöllun um störf ráðsins,“ segir Adubisi og vill þakka fyrir: „Þakka þér fyrir, herra Guðlaugur Þór Þórðarson. Þakka ykkur kærlega fyrir, sendinefnd Íslands í Genf, sem vinnur mikilvægt starf.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mál sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hefur vakið óhug víða. Khashoggi var sundurlimaður, pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl í upphafi mánaðar. Margt bendir til þess að Mohammed bin Salman, krónprins og þjóðarleiðtogi Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað ódæðisverkið en Khashoggi hafði skrifað harðorða pistla um prinsinn. Til að mynda um harðar aðgerðir hans gegn stjórnarandstæðingum og tjáningarfrelsinu sjálfu. Mohammed, reglulega kallaður MBS, neitar reyndar sök. Stjórnvöld sögðust í upphafi ekkert vita um málið, síðar að Khashoggi hefði dáið í slagsmálum við sádiarabísku leyniþjónustumennina sem voru í Istanbúl í óþökk stjórnvalda og nú loks á fimmtudag sagði ríkisaksóknaraembættið að morðið hefði verið skipulagt og var þannig í mótsögn við fyrri staðhæfingar. Fréttablaðið ræddi af þessu tilefni við tvo sádiarabíska stjórnarandstæðinga sem búsettir eru í Evrópu og fékk að heyra skoðanir þeirra á Khashoggi-málinu og krónprinsinum.Hæðist að stjórnvöldum Ghanem Almasarir settist að í bresku höfuðborginni Lundúnum árið 2003 vegna þess að skoðanir hans áttu ekki upp á pallborðið í heimalandinu. Þaðan hefur hann barist fyrir auknu frelsi Sádi-Araba. Árið 2015 setti hann í loftið YouTube-rás sína, Ghanem Show, þar sem hann fjallar um spillingu og þöggunartilburði konungsfjölskyldunnar með háðið að vopni. „Þátturinn minn er eini sádiarabíski þátturinn þar sem grín er gert að stjórnvöldum. Ég hef milljónir áhorfenda og fæ hundruð skilaboða þar sem stuðningi er lýst við mig á hverjum degi,“ segir Almasarir. „Fólkið í Sádi-Arabíu hatar MBS. Það hatar hann svo mikið. En það er alveg ofboðslega hrætt við hann. Það veit að skemmtunin og kvikmyndirnar sem hann hefur lofað því er bara hans leið til að beina athyglinni frá spillingu,“ segir Almasarir og bætir við: „Það er ekkert gegnsæi þannig að ég skil ekki hvernig hann getur dregið andstæðinga sína fyrir dóm til þess að berjast gegn meintri spillingu. Hann hefur jafnvel sjálfur sagt í viðtölum að hann sé afar, afar ríkur. Og hvernig varð hann svona ríkur? Þetta er allt þjófnaður!“Varð fyrir árás Almasarir varð fyrir árás á götum Lundúna í september síðastliðnum. Menn veittust að honum og öskruðu á hann að hann gæti ekki talað eins og hann gerði um konungsfjölskylduna. Í umfjöllun Independent um atvikið sagði að mennirnir hefðu sagt að það skipti engu máli að þeir væru í Lundúnum. „Til andskotans með Lundúnir. Drottningin þeirra er þræll okkar og lögreglan hundar. Hvernig dirfist þú að blóta Salman konungi? Við getum ekki leyft þér það.“ Að mati Almasarir er þáttur hans augljóslega ástæðan fyrir árásinni. „Það var ráðist á mig vegna þess að ég nota háð til þess að gagnrýna og ljóstra upp um þau hryllilegu mannréttindabrot sem viðgangast í Sádi-Arabíu, hræsni konungsfjölskyldunnar og allt sem hún gerir,“ segir hann. Almasarir segir MBS halda að hann geti gert hvað sem hann vill svo lengi sem hann borgar þeim sem eru ósammála fyrir að sætta sig einfaldlega við það. „En innan Sádi-Arabíu þarf hann ekki að borga neinum. Hann kastar fólki bara í fangelsi og lætur pynta það.“Verri en Gaddafi og Saddam Að sögn Almasarir minnir MBS á arabíska harðstjóra á borð við hinn líbýska Muammar Gaddafi og hinn írakska Saddam Hussein. „Hann er eins og Gaddafi og Saddam. En hann er meira að segja verri af því að hann kaupir sér þjónustu almannatengla til þess að láta hann líta betur út en Gaddafi og Saddam. Stundum trúir fólk því meira að segja,“ segir Almasarir. Afstaða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til stjórnarinnar í Sádi-Arabíu hefur verið töluvert gagnrýnd. Hvort sem um er að ræða Khashoggi-málið eða hin ógnarmörgu morð á almennum borgurum í stríðinu í Jemen. Bandaríkin eiga mikilla hagsmuna að gæta, hafa til að mynda stundað vopnaviðskipti fyrir hundruð milljarða. „Ég held að Trump verði einfaldlega að reyna að koma honum frá völdum. Bæði til þess að bjarga sádiarabísku þjóðinni og til þess að vernda bandaríska hagsmuni bæði í Sádi-Arabíu og Arabaheiminum öllum,“ segir Almasarir.Kallaður hryðjuverkamaður Ali Adubisi er formaður ESOHR, evrópsk-sádiarabískrar mannréttindastofnunar, sem stofnuð var í Berlín árið 2013. Hann segir ESOHR reyna að hafa sem mest áhrif og einbeita sér að mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu. Til að mynda aftökum, pyntingum, ólögmætri fangelsun, brotum geng konum og börnum og brotum gegn tjáningarfrelsinu svo fátt eitt sé nefnt. „Stofnunin er mikilvæg upplýsingaveita um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu,“ segir Adubisi. Hann segir að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi reynt að þagga niður í sér. „Það var réttað yfir mér fjarverandi árið 2016 vegna meintra brota á hryðjuverkalögum. Það er enginn greinarmunur gerður á mannréttindabaráttufólki og hryðjuverkamönnum. Ég veit ekki hvernig það mál fór. Ég gæti verið handtekinn ef ég ferðast til Arabalandanna vegna baráttu minnar þannig að ég einfaldlega fer ekki þangað.“ Þá segir hann að margir stjórnarandstæðingar óttist nú um líf sitt vegna máls Khashoggi. „Við höfum fylgst með málum nokkurra aðgerðasinna í útlegð og vitum að ríkisstjórnin hefur hótað ættingjum þeirra í Sádi-Arabíu.“ Adubisi segir að sér hafi ítrekað verið boðið aftur heim og hann fengið loforð um að hann yrði ekki handtekinn. Því treysti hann ekki. Þá segir hann einnig að lokað hafi verið á vefsíðu stofnunarinnar í Sádi-Arabíu og að „stafrænn her“ reyni sífellt að ráðast á stofnunina bæði á samfélagsmiðlum og með netárásum. „Ég er ekki hræddur en maður verður að hafa varann á. Eftir að Mohammed bin Salman komst til valda hefur ríkisstjórnin breyst í skipulögð glæpasamtök.“Óvinur mannréttinda Aðspurður um skoðanir sínar á krónprinsinum segir Adubisi: „Hann er brjálaður óvinur mannréttinda. Staða mannréttindamála hefur aldrei verið verri á þeim 88 árum sem liðin eru frá stofnun ríkisins.“ Adubisi segir að Mohammed sé stríðsglæpamaður vegna aðgerða Sádi-Araba í stríðinu í Jemen. Vert er að benda á að slíkar ásakanir birtust í skýrslu sérfræðingateymis mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem birtist í ágúst. „Hann hefur líka gerst sekur um glæp þegar Khashoggi var myrtur og reynt var að hylma yfir glæpinn. Hann hefur aukinheldur staðið fyrir pyntingum og öðrum morðum. Til viðbótar, jafnvel þótt hann hafi lofað að fækka aftökum, hefur aftökum fjölgað og refsingar beinst í meira mæli gegn mannréttindabaráttufólki og stjórnarandstæðingum,“ segir Adubisi og bætir við: „Hann er verulega harður harðstjóri. Hann er líka skapstór. Og hann málar sig upp sem umbótasinna, makar á sig þeirri málningu, á meðan hann stelur auð sádiarabísku þjóðarinnar. Svo reynir hann að notfæra sér alþjóðlega fjölmiðla til að skapa þér þessa ímynd.“Kallar eftir aðgerðum Að mati Adubisi hefur alþjóðasamfélagið ekki gert nóg til þess að styðja baráttu Sádi-Araba fyrir mannréttindum, „því miður“. Hann segir að nokkur ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, hafi lengi verið „stuðningsmenn ógnarstjórnarinnar í Sádi-Arabíu“. „En við gleymum ekki fallegum og mikilvægum stefnumálum fjölmargra landa, til dæmis Íslands sem hefur stutt baráttuna fyrir mannréttindum í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, eins og ég hef alltaf tekið fram í umfjöllun um störf ráðsins,“ segir Adubisi og vill þakka fyrir: „Þakka þér fyrir, herra Guðlaugur Þór Þórðarson. Þakka ykkur kærlega fyrir, sendinefnd Íslands í Genf, sem vinnur mikilvægt starf.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00