Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2018 21:15 Síðustu farþegarnir ganga um borð á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík: Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík:
Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30
Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30