Erlent

Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc

Andri Eysteinsson skrifar
Sayoc hafði skreytt sendiferðabíl sinn með pólitískum skilaboðum.
Sayoc hafði skreytt sendiferðabíl sinn með pólitískum skilaboðum. Vísir/AP
Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc, manninum sem hafði sent sprengjur í pósti til margra af helstu gagnrýnenda Donald Trump Bandaríkjaforseta, með hjálp DNA greiningar, fingrafara og greiningar á stafsetningarvillum Sayoc. Þetta kemur fram í frétt AP um málið.

Sayoc er grunaður um að hafa sent minnst fjórtán sprengjur til gagnrýnenda Trump og pólitískra andstæðinga. Auðkýfingurinn George Soros, Obama hjónin, Hillary Clinton og CNN eru meðal þeirra sem fengu sendingar frá Sayoc.

Lögregla tengdi saman tvær rörasprengjur, þá sem send var til fyrrverandi forsetans Barack Obama annars vegar og demókratans Maxine Waters hins vegar.

Fingrafar fannst einnig á pakkanum sem sendur var til Waters. Auk þessa gagna fundust færslur á samfélagsmiðlum þar sem viðtakendur pakkanna voru gagnrýndir.

Pakkar voru stílaðir á „Hilary“ Clinton og Debbie Wasserman „Shultz“ en ekki Hillary Clinton og Debbie Wasserman Schultz. Sömu stafsetningarvillur fundust í færslum sem Sayoc sendi frá sér.

Alríkislögreglan hafði upp á Sayoc í Flórida þar sem hann býr og starfar sem plötusnúður. Sayoc á langan sakaferil að baki og má hann búast við langri fangelsisvist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×