Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 22:13 Jair Bolsonaro hefur verið lýst sem "hinum brasilíska Donald Trump“. AP/Silvia Izquierdo Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu, en þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða hefur Bolsonaro fengið um 56 prósent greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Fernando Haddad, 44 prósent. Síðari umferð forsetakosninganna fór fram þar sem kosið var milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins og fyrrverandi borgarstjóra Sao Paulo. Fyrri umferð kosninganna fór fram í byrjun október, þar sem Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða, en Haddad 29 prósent atkvæða. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta er kosið milli þeirra tveggja í dag. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð þar sem mjög ólíkir frambjóðendur hafa tekist á.Hinn brasilíski Donald Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti myndi hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu.Sjá einnig: Jair Bolsonaro: „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Vinsældir hins 63 ára Bolsonaro jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Í árásinni missti hann um 40 prósent af blóðinu í líkama sínum og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann afboðaði sig í fjölda kappræðna í kjölfarið og hefur því lítið verið um sjónvarpskappræður milli frambjóðandanna líkt og venjan hefur verið.Umhverfismál í brennidepli Stefna Bolsonaro í umhverfismálum hefur sömuleiðis verið umdeild, en líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, hefur Bolsonaro sagst vilja draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Dagana fyrir kosningar hefur hann þó eitthvað dregið úr fyrri yfirlýsingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og segir umhverfisreglur vera að „kæfa landið“. Hann hefur heitið landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Bolsonaro tekur við embætti forseta af Michel Temer.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira