Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 23:57 Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd úr einkasafni Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. Guðbergur velti þessu upp í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbrautinni til móts við Vallahverfi í morgun. Erlendur ferðamaður lét lífið í slysinu.Trúir ekki á svona aðgerðir „Ég trúi ekki á svona aðgerðir,“ segir Ísak Ernir í færslu á Facebook í kvöld. „Frá því að við Guðbergur Reynisson stofnuðum þrýstihópinn „Stopp, hingað og ekki lengra” hefur hópurinn náð eftirtektarverðum árángri í að bæta umferðaröryggi a Reykjanesbraut! Frá upphafi hafa verið uppi háværar raddir um að fara í lokanir á Reykjanesbrautinni til þess eins að vekja athygli á málstaðnum. Ég hef alla tíð og er enn algjörlega mótfallinn svoleiðis aðgerðum enda hefur málefni Reykjanesbrautar verið í brennidepli! Við höfum náð árangri þó fullnaðarsigrinum hafi enn ekki verið náð,“ segir Ísak Ernir.Reykjanesbraut.Vísir/VilhelmHeitar umræður spruttu upp á Facebook-síðu hópsins í dag og sagði Guðbergur í samtali við RÚV að róttækar aðgerðir virðast vera „eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna“.Óánægður með samgönguáætlun Ísak kveðst þessu ósammála. „Stöndum saman og vinnum málin á eðlilegan máta: í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna. Samgönguáætlun er til umfjöllunnar á Alþingi og er ekki útséð með að henni verði breytt okkur til hagsbóta! Það skal þó skýrt tekið fram að samgönguáætlun Sigurðar Inga olli mér MIKLUM vonbrigðum! Áætlun með kolrangri forgangsröðun!“ Í samgönguáætlun ríkisstjórnar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar verið sett á fimmtán ára áætlun. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. Guðbergur velti þessu upp í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbrautinni til móts við Vallahverfi í morgun. Erlendur ferðamaður lét lífið í slysinu.Trúir ekki á svona aðgerðir „Ég trúi ekki á svona aðgerðir,“ segir Ísak Ernir í færslu á Facebook í kvöld. „Frá því að við Guðbergur Reynisson stofnuðum þrýstihópinn „Stopp, hingað og ekki lengra” hefur hópurinn náð eftirtektarverðum árángri í að bæta umferðaröryggi a Reykjanesbraut! Frá upphafi hafa verið uppi háværar raddir um að fara í lokanir á Reykjanesbrautinni til þess eins að vekja athygli á málstaðnum. Ég hef alla tíð og er enn algjörlega mótfallinn svoleiðis aðgerðum enda hefur málefni Reykjanesbrautar verið í brennidepli! Við höfum náð árangri þó fullnaðarsigrinum hafi enn ekki verið náð,“ segir Ísak Ernir.Reykjanesbraut.Vísir/VilhelmHeitar umræður spruttu upp á Facebook-síðu hópsins í dag og sagði Guðbergur í samtali við RÚV að róttækar aðgerðir virðast vera „eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna“.Óánægður með samgönguáætlun Ísak kveðst þessu ósammála. „Stöndum saman og vinnum málin á eðlilegan máta: í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna. Samgönguáætlun er til umfjöllunnar á Alþingi og er ekki útséð með að henni verði breytt okkur til hagsbóta! Það skal þó skýrt tekið fram að samgönguáætlun Sigurðar Inga olli mér MIKLUM vonbrigðum! Áætlun með kolrangri forgangsröðun!“ Í samgönguáætlun ríkisstjórnar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar verið sett á fimmtán ára áætlun.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15
Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34