Hrútasýningin í Hollywood heldur áfram að slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2018 10:00 Todd Gurley fagnar með stuðningsmönnum. vísir/getty Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira