Hrútasýningin í Hollywood heldur áfram að slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2018 10:00 Todd Gurley fagnar með stuðningsmönnum. vísir/getty Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira