Steinhörpur Páls vekja áhuga heimsþekktra tónlistarmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2018 21:45 Páll Guðmundsson leikur á eina af steinhörpum sínum, sem jafnframt er myndlistarverk um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29