Börn eða braggi? Davíð Þorláksson skrifar 10. október 2018 07:00 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar