Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 11:32 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma, en um er að ræða alla sjóði sem verkalýðsfélagið var með í stýringu hjá félaginu. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, sagði það vekja undrun að Efling, sem gagnrýnt hefur umsvif Gamma á leigumarkaði og bendlað félagið við „taumlausa græðgi fjármagnsaflanna“, skyldi vera með sjóði þar í stýringu. Í yfirlýsingu á vef Eflingar er brugðist við skrifum Markaðarins og tekið fram að stjórn verkalýðsfélagsins hafi tekið ákvörðun þann 7. júní síðastliðinn að láta færa alla sjóði úr stýringu hjá Gamma. Daníel Örn Arnarson, stjórnarmaður í Eflingu hafi borið tillöguna upp og að samþykkt bókun hafi verið svohljóðandi:Dálkurinn sem birtist í Markaðnum.„Samþykkt er að fela fjármálastjóra að taka fjármuni Eflingar út úr stýringu hjá Gamma og fjárfesta annars staðar í samræmi við lög og reglur félagsins.“ Í yfirlýsingunni er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að henni þyki kostulegt að sjá „málpípur auðvaldsins gagnrýna Eflingu án þess að vita neitt í sinn haus.“ Markaðurinn hafi þannig ekki leitað til Eflingar áður en fullyrt var um „áherslur nýrrar stjórnar“ Eflingar. „Að sjálfsögðu er engin auðveld leið fyrir verkalýðsfélag að eiga og ráðstafa sjóðum í kapítalísku samfélagi. En að eiga í viðskiptum upp á milljarða við fyrirtæki sem byggist á fjárplógsstarfsemi gegn okkar fólki, lágtekjufólki á leigumarkaði, er fullkomlega óboðlegt og auðvitað hættum við því strax,“ er haft eftir Sólveigu á vef Eflingar. Hún segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki hafi verið enn tekin ákvörðun um það hvert skuli færa fjármuni félagsins. Þangað til verði þeir áfram í stýringu hjá Gamma, það sé þó aðeins tímaspursmál hvenær fjármunirnir verða fluttir. Kjaramál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma, en um er að ræða alla sjóði sem verkalýðsfélagið var með í stýringu hjá félaginu. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, sagði það vekja undrun að Efling, sem gagnrýnt hefur umsvif Gamma á leigumarkaði og bendlað félagið við „taumlausa græðgi fjármagnsaflanna“, skyldi vera með sjóði þar í stýringu. Í yfirlýsingu á vef Eflingar er brugðist við skrifum Markaðarins og tekið fram að stjórn verkalýðsfélagsins hafi tekið ákvörðun þann 7. júní síðastliðinn að láta færa alla sjóði úr stýringu hjá Gamma. Daníel Örn Arnarson, stjórnarmaður í Eflingu hafi borið tillöguna upp og að samþykkt bókun hafi verið svohljóðandi:Dálkurinn sem birtist í Markaðnum.„Samþykkt er að fela fjármálastjóra að taka fjármuni Eflingar út úr stýringu hjá Gamma og fjárfesta annars staðar í samræmi við lög og reglur félagsins.“ Í yfirlýsingunni er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að henni þyki kostulegt að sjá „málpípur auðvaldsins gagnrýna Eflingu án þess að vita neitt í sinn haus.“ Markaðurinn hafi þannig ekki leitað til Eflingar áður en fullyrt var um „áherslur nýrrar stjórnar“ Eflingar. „Að sjálfsögðu er engin auðveld leið fyrir verkalýðsfélag að eiga og ráðstafa sjóðum í kapítalísku samfélagi. En að eiga í viðskiptum upp á milljarða við fyrirtæki sem byggist á fjárplógsstarfsemi gegn okkar fólki, lágtekjufólki á leigumarkaði, er fullkomlega óboðlegt og auðvitað hættum við því strax,“ er haft eftir Sólveigu á vef Eflingar. Hún segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki hafi verið enn tekin ákvörðun um það hvert skuli færa fjármuni félagsins. Þangað til verði þeir áfram í stýringu hjá Gamma, það sé þó aðeins tímaspursmál hvenær fjármunirnir verða fluttir.
Kjaramál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira