Innlent

Taka á móti 75 flóttamönnum á næsta ári

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Sýrlenskir flóttamenn safnast saman í Beirút í Líbanon.
Sýrlenskir flóttamenn safnast saman í Beirút í Líbanon. EPA/WAEL HAMZEH
Ríkisstjórnin ákvað í dag að taka á móti allt að 75 flóttamönnum á næsta ári. Þeir eru að stærstum hluta Sýrlendingar sem staddir eru í Líbanon en einnig verður tekið á móti hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem eru nú í Kenýa. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar byggist á tillögum flóttamannanefndar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fjórða sinn sem stjórnvöld taka á móti sýrlensku flóttafólki en fyrsti hópurinn kom hingað árið 2015. Þetta er í þriðja sinn sem tekið er á móti hinsegin flóttafólki.

Sýrlendingar eru fjölmennastir í hópi fólks á flótta í heiminum sem er þörf fyrir alþjóðlega vernd. Yfir milljón Sýrlenska flóttamanna hafast við í Líbanon og búa þar við þröngan kost og hefur staða þeirra farið síversnandi. Staða hinsegin flóttafólks í Afríku er viðkvæm vegna útbreiddra fordóma en algengt er að hinsegin flóttafólk og fjölskyldur þess verði fórnarlömb ofbeldis í flóttamannabúðum.

Næstu skref vegna áformaðrar móttöku flóttafólks hér á landi verða að upplýsa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×