Hundar í einkaherbergi með flatskjá og hlaupabretti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2018 22:40 Ingvar og Jóhanna Þorbjörg sem eru eigendur nýju einunagrunarstöðvarinnar fyrir gæludýr á bænum Selási í Holta og Landsveit. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni. Dýr Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni.
Dýr Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira