Þungir fasteignaskattar Eyþór Arnalds skrifar 16. október 2018 07:00 Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar