Þungir fasteignaskattar Eyþór Arnalds skrifar 16. október 2018 07:00 Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun