Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2018 07:30 Tyrkneskir lögreglumenn við ræðismannsskrifstofuna í gær. Getty/Yasin Aras Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Yfirvöld í Tyrklandi sögðu að um væri að ræða sameiginlega rannsókn vegna máls sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem hvarf eftir að hafa farið inn á skrifstofuna fyrir um hálfum mánuði. Ekki lá fyrir hver afraksturinn var þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Tyrkneskir embættismenn hafa áður sagst óttast að sveit leigumorðingja á vegum Sádi-Araba hafi komið til landsins, myrt og sundurlimað Khashoggi en blaðamaðurinn hafði gagnrýnt sádiarabíska krónprinsinn Mohammed bin Salman harðlega, meðal annars í skoðanagrein í The Washington Post. Þessum ásökunum hafa Sádi-Arabar ítrekað hafnað en ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðismannsskrifstofuna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Salman, konung Sádi-Arabíu, í gær. Eftir samræðurnar greindi Trump frá því að Salman segðist ekkert vita um afdrif Khashoggi. Bætti hann því þó við að ráðist yrði í refsiaðgerðir ef sannað verður að Sádi-Arabar beri ábyrgð á hvarfinu. Sádi-Aröbum hefur áður verið hótað aðgerðum vegna málsins. Þeir sögðu á sunnudag að ef þeim yrði refsað myndi ríkið svara með enn meiri refsiaðgerðum, sádiarabíska hagkerfið væri mikilvægt í alþjóðlegu samhengi. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Yfirvöld í Tyrklandi sögðu að um væri að ræða sameiginlega rannsókn vegna máls sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem hvarf eftir að hafa farið inn á skrifstofuna fyrir um hálfum mánuði. Ekki lá fyrir hver afraksturinn var þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Tyrkneskir embættismenn hafa áður sagst óttast að sveit leigumorðingja á vegum Sádi-Araba hafi komið til landsins, myrt og sundurlimað Khashoggi en blaðamaðurinn hafði gagnrýnt sádiarabíska krónprinsinn Mohammed bin Salman harðlega, meðal annars í skoðanagrein í The Washington Post. Þessum ásökunum hafa Sádi-Arabar ítrekað hafnað en ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðismannsskrifstofuna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Salman, konung Sádi-Arabíu, í gær. Eftir samræðurnar greindi Trump frá því að Salman segðist ekkert vita um afdrif Khashoggi. Bætti hann því þó við að ráðist yrði í refsiaðgerðir ef sannað verður að Sádi-Arabar beri ábyrgð á hvarfinu. Sádi-Aröbum hefur áður verið hótað aðgerðum vegna málsins. Þeir sögðu á sunnudag að ef þeim yrði refsað myndi ríkið svara með enn meiri refsiaðgerðum, sádiarabíska hagkerfið væri mikilvægt í alþjóðlegu samhengi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02
Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23