Úkraínsku tennistvíburarnir Gleb og Vadim Alekseenko fengu í morgun lífstíðarbann frá íþróttinni fyrir að hagræða úrslitum í leikjum sínum. Þeir voru einnig sektaðir um 34 milljónir króna.
Rannsókn leiddi í ljós að þeir höfðu margoft hagrætt niðurstöðum leikja sinna frá sumrinu 2015 fram í janúar árið 2016.
Þeir fengu svo þriðja aðila í lið með sér en sá veðjaði á leiki fyrir þá. Þeir sáu svo til þess að allt fór eins og það átti að fara.
Brotin áttu sér stað á mótum í Rúmeníu, Rússlandi, Tyrklandi og Þýskalandi á Framtíðarmótaröðinni sem er þriðju deildar mótaröð.
Tvíburarnir eru báðir fyrir neðan efstu þúsund á styrkleikalista alþjóða tennissambandsins en Vadim náði hæst í 497. sæti árið 2014.
Tennistvíburar í lífstíðarbann fyrir svindl
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn



Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn

„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti

