Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2018 10:30 WOW vonast til að ákvörðunin verði til þess að auka hagkvæmni rekstursins. Vísir/Vilhelm Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21
Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00