Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 19:45 Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Vísir/ÞÞ Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal. Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal.
Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira