Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 19:45 Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Vísir/ÞÞ Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira