„Því miður fór allt í fokk" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2018 18:06 Tekist var á um kísilverið í Helguvík í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur frestað því að afgreiða beiðni félagsins Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Félagið sem er í eigu Arion banka er eigandi kísilversins og eru breytingarnar forsenda endurræsingar. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins hafnaði beiðninni fyrir helgi og sköpuðust heitar umræður um málið á fundi bæjarstjórnar á sjötta tímanum í dag. Oddviti Miðflokksins lagði til að verksmiðjan yrði rifin og seld úr landi en oddviti Beinnar leiðar segir íbúakosningu þurfa að fara fram. Bæjarstjórn ætlar að kalla eftir frekari gögnum frá Skipulagstofnun og eiga samtal við íbúa um framtíð svæðisins. Í beiðninni sem var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudag óskaði félagið Stakksberg eftir því að skipulags- og matslýsing á svæðinu yrði tekin til meðferðar. Jafnframt vildi félagið heimild til þess að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við það. Arion banki eignaðist kísilverið eftir gjaldþrot United Silicon og heldur félagið Stakksberg utan um það. Í dag stangast byggingarleyfi verksmiðjunnar á við deiliskipulag svæðisins og nauðsynlegt er að uppfæra deiliskipulagið í samræmi við það. Þá hyggst félagið gera nauðsynlegar úrbætur til þess að unnt sé að hefja rekstur að nýju. Umhverfisstofnun komst að þeirri niðurstöðu í janúar að verksmiðjan uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi.Úr Reykjanesbæ.Vísir/GVAEnginn afsláttur gefinn Ríkharður Ibsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í umhverfis- og skipulagsráði, rökstuddi ákvörðun ráðsins stuttlega á fundinum í dag. „Í fyrsta lagi viljum við umhverfismat fyrir deiliskipulagið og við viljum stýra því og hafa þetta eins nálægt íbúum og við mögulega getum," sagði Ríkharður. „Bara svo það sé á hreinu að þá erum við brennd af þessari starfsemi og við munum ekki gefa neinn afslátt af framtíðarskipulagningu í Helguvík," sagði hann. Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ, óskaði eftir bókun á sinni afstöðu og vísaði til þess að samþykkt á breytingunum væri forsenda þess að hægt yrði að hefja starfsemi að nýju. „Reykjanesbæ ber engin skylda til þess. Það var byggt í trássi við skipulag," sagði Margrét og bætti við að helsta kosningaloforð þeirra hefði verið að rífa þessa verksmiðju og selja úr landi.Visir/Jóhann K. JóhannssonKirkjugarður stóriðjunnar Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, benti á að verksmiðjan hefði verið byggð á tíma mikils atvinnuleysis á svæðinu. Því hafi átt að redda með stóriðju. „Síðan hefur margt gerst og margar verksmiðjur hafa verið nefndar sem ekki hafa verið reistar. Í dag lítur Helguvík út eins og risavaxinn kirkjugarður stóriðjunnar. Við sjáum þarna hálfbyggt álver og sjáum þarna kísilver sem hefur valdið okkur veulegum vandræðum." Illa hafi farið þrátt fyrir góðan ásetning. „Því miður fór það þannig, þrátt fyrir góðan vilja sem menn höfðu til að byggja upp atvinnu sem gæti skilað einhverju til samfélagsins og íbúa. Að þá fór þetta allt í fokk. Þeir sem höfðu einhver samskipti við okkur og lofuðu öllu fögru, sögðu að þetta yrði byggt eftir bestu fáanlegu tækni, þeir voru hreinlega bara að ljúga að okkur," sagði Guðbrandur.Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.Mynd/Bein leið„Er það áreiðanlegt?" Hann gerir athugasemdir við aðkomu nýja félagsins að verkinu. „Þetta fyrirbæri fer síðan í gjaldþrot. Þeir sem lofuðu okkur gulli og grænum skógum sigldu með þetta í gjaldþrot. Verksmiðjan var ekki stöndugri en svo að þola ekki þessi áföll. Nú er svo komið að einn af hluthöfunum vill fara aftur af stað og vill fá ráðrúm. Einn af stóru hluthfunum í gömlu kennitölunni. Og hann segir við okkur að það verði bara allt í góðu. Er það áreiðanlegt?" spurði Guðbrandur. Hann sagði það ekki á verksviði bæjarfulltrúa að ákveða framtíð svæðisins og ætlar að kalla eftir íbúakosningu. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur frestað því að afgreiða beiðni félagsins Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Félagið sem er í eigu Arion banka er eigandi kísilversins og eru breytingarnar forsenda endurræsingar. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins hafnaði beiðninni fyrir helgi og sköpuðust heitar umræður um málið á fundi bæjarstjórnar á sjötta tímanum í dag. Oddviti Miðflokksins lagði til að verksmiðjan yrði rifin og seld úr landi en oddviti Beinnar leiðar segir íbúakosningu þurfa að fara fram. Bæjarstjórn ætlar að kalla eftir frekari gögnum frá Skipulagstofnun og eiga samtal við íbúa um framtíð svæðisins. Í beiðninni sem var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudag óskaði félagið Stakksberg eftir því að skipulags- og matslýsing á svæðinu yrði tekin til meðferðar. Jafnframt vildi félagið heimild til þess að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við það. Arion banki eignaðist kísilverið eftir gjaldþrot United Silicon og heldur félagið Stakksberg utan um það. Í dag stangast byggingarleyfi verksmiðjunnar á við deiliskipulag svæðisins og nauðsynlegt er að uppfæra deiliskipulagið í samræmi við það. Þá hyggst félagið gera nauðsynlegar úrbætur til þess að unnt sé að hefja rekstur að nýju. Umhverfisstofnun komst að þeirri niðurstöðu í janúar að verksmiðjan uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi.Úr Reykjanesbæ.Vísir/GVAEnginn afsláttur gefinn Ríkharður Ibsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í umhverfis- og skipulagsráði, rökstuddi ákvörðun ráðsins stuttlega á fundinum í dag. „Í fyrsta lagi viljum við umhverfismat fyrir deiliskipulagið og við viljum stýra því og hafa þetta eins nálægt íbúum og við mögulega getum," sagði Ríkharður. „Bara svo það sé á hreinu að þá erum við brennd af þessari starfsemi og við munum ekki gefa neinn afslátt af framtíðarskipulagningu í Helguvík," sagði hann. Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ, óskaði eftir bókun á sinni afstöðu og vísaði til þess að samþykkt á breytingunum væri forsenda þess að hægt yrði að hefja starfsemi að nýju. „Reykjanesbæ ber engin skylda til þess. Það var byggt í trássi við skipulag," sagði Margrét og bætti við að helsta kosningaloforð þeirra hefði verið að rífa þessa verksmiðju og selja úr landi.Visir/Jóhann K. JóhannssonKirkjugarður stóriðjunnar Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, benti á að verksmiðjan hefði verið byggð á tíma mikils atvinnuleysis á svæðinu. Því hafi átt að redda með stóriðju. „Síðan hefur margt gerst og margar verksmiðjur hafa verið nefndar sem ekki hafa verið reistar. Í dag lítur Helguvík út eins og risavaxinn kirkjugarður stóriðjunnar. Við sjáum þarna hálfbyggt álver og sjáum þarna kísilver sem hefur valdið okkur veulegum vandræðum." Illa hafi farið þrátt fyrir góðan ásetning. „Því miður fór það þannig, þrátt fyrir góðan vilja sem menn höfðu til að byggja upp atvinnu sem gæti skilað einhverju til samfélagsins og íbúa. Að þá fór þetta allt í fokk. Þeir sem höfðu einhver samskipti við okkur og lofuðu öllu fögru, sögðu að þetta yrði byggt eftir bestu fáanlegu tækni, þeir voru hreinlega bara að ljúga að okkur," sagði Guðbrandur.Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.Mynd/Bein leið„Er það áreiðanlegt?" Hann gerir athugasemdir við aðkomu nýja félagsins að verkinu. „Þetta fyrirbæri fer síðan í gjaldþrot. Þeir sem lofuðu okkur gulli og grænum skógum sigldu með þetta í gjaldþrot. Verksmiðjan var ekki stöndugri en svo að þola ekki þessi áföll. Nú er svo komið að einn af hluthöfunum vill fara aftur af stað og vill fá ráðrúm. Einn af stóru hluthfunum í gömlu kennitölunni. Og hann segir við okkur að það verði bara allt í góðu. Er það áreiðanlegt?" spurði Guðbrandur. Hann sagði það ekki á verksviði bæjarfulltrúa að ákveða framtíð svæðisins og ætlar að kalla eftir íbúakosningu.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira