Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 21:00 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtiðarlegu Vestfjarðavegar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00