Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 22:47 Gylfi Magnússon, dósent við Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi. H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi.
H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent