Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi.
Bono gagnrýndi opinberlega herferð Nike með Colin Kaepernick í fararbroddi og svo vann hún fyrir lögfræðifyrirtæki sem meðal annars varði Larry Nassar, fyrrum lækni fimleikalandsliðsins. Sá hefur verið dæmdur í yfir 300 ára fangelsi vegna brota sinna gegn fimleikastúlkum.
Stærstu stjörnur bandaríska fimleikalandsliðsins, Simone Biles og Aly Raisman, gagnrýndu ráðningu Bono harðlega. Þær voru báðar misnotaðar af Nassar.
„Ég segi stöðu minni lausri í kjölfar persónulegra árása sem hafa grafið undan stöðu fimleikasambandsins,“ sagði Bono meðal annars í yfirlýsingu sinni.