Háðfuglarnir furðu lostnir yfir Trump og „hrossasmettinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2018 12:30 Jimmy Kimmel, Stephen Colbert og James Corden fóru yfir málin í þáttum gærkvöldsins. Skjáskot/Youtube Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“ Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30