Ágústa Eva stefnir Löðri vegna hurðarinnar sem kramdi hana næstum til bana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 07:37 Ágústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni saksóknara. Mynd/Ágúst Eva Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stefnt bílaþvottastöðinni Löðri vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2015. Klemmdist Ágústa Eva á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar. Var hún hætt kominn en það var henni til happs að saksóknarinn Björn Þorvaldsson var í næsta nágrenni og kom henni til bjargar.Greint er frá stefnunni á vef Fréttablaðsins þar sem segir að munnlegur málflutningur vegna málsins fari fram í dag.Vísir greindi frá slysinu á sínum tíma.„Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ sagði Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var hún stödd farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist og ákvað hún því að setjast við stýrið og bakka bílnum undan hurðinni.„En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva.Ágústa Eva fór með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi á þeim tíma sem slysið átti sér stað.Mynd/Borgaleikhúsið.Magavöðvarnir og saksóknarinn björguðu lífi hennar Sá maður var Björn Þorvaldsson sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. Reyndi hann að ýta hurðinni upp án árangurs og það var ekki furr en hann náði að bakka bílnum undan hurðinni að Ágústa Eva losnaði undan henni. Þegar Vísir náði tali af Ágústu Evu eftir slysið árið 2015 hafði hún verið í skoðunum hjá læknum sem tjáðu henni að hún hefði auðveldlega geta dáið. Magavöðvar hennar hefðu hlíft ósæðinni sem liggur yfir kviðnum sem og innyflunum. Þá hafi hún orðið fyrir miklu andlegu áfalli. Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Ágústa Eva forsvarsmenn Löðurs sem hún segir hafa lofað bót og betrun en síðar reynt að leysa málið með því að bjóða henni ókeypis þvott á þvottastöðum fyrirtækisins. Það hafi hún hins vegar ekki tekið í mál. „Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ókeypis þvott,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Þá segir hún einnig að afleiðingar slyssins hafi verið miklar fyrir hana þar sem hún geti ekki lengur tekið þátt í leik- eða söngsýningum sem krefjist líkamlegs álags. Dómsmál Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stefnt bílaþvottastöðinni Löðri vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2015. Klemmdist Ágústa Eva á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar. Var hún hætt kominn en það var henni til happs að saksóknarinn Björn Þorvaldsson var í næsta nágrenni og kom henni til bjargar.Greint er frá stefnunni á vef Fréttablaðsins þar sem segir að munnlegur málflutningur vegna málsins fari fram í dag.Vísir greindi frá slysinu á sínum tíma.„Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ sagði Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var hún stödd farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist og ákvað hún því að setjast við stýrið og bakka bílnum undan hurðinni.„En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva.Ágústa Eva fór með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi á þeim tíma sem slysið átti sér stað.Mynd/Borgaleikhúsið.Magavöðvarnir og saksóknarinn björguðu lífi hennar Sá maður var Björn Þorvaldsson sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. Reyndi hann að ýta hurðinni upp án árangurs og það var ekki furr en hann náði að bakka bílnum undan hurðinni að Ágústa Eva losnaði undan henni. Þegar Vísir náði tali af Ágústu Evu eftir slysið árið 2015 hafði hún verið í skoðunum hjá læknum sem tjáðu henni að hún hefði auðveldlega geta dáið. Magavöðvar hennar hefðu hlíft ósæðinni sem liggur yfir kviðnum sem og innyflunum. Þá hafi hún orðið fyrir miklu andlegu áfalli. Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Ágústa Eva forsvarsmenn Löðurs sem hún segir hafa lofað bót og betrun en síðar reynt að leysa málið með því að bjóða henni ókeypis þvott á þvottastöðum fyrirtækisins. Það hafi hún hins vegar ekki tekið í mál. „Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ókeypis þvott,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Þá segir hún einnig að afleiðingar slyssins hafi verið miklar fyrir hana þar sem hún geti ekki lengur tekið þátt í leik- eða söngsýningum sem krefjist líkamlegs álags.
Dómsmál Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14
Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47