Hinsti pistill Khashoggi birtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 08:27 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu í um tvær vikur. Vísir/AP Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna