Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Stelpurnar fengu eldhúsið í Dunkin' Donuts fyrir baksturinn. mynd/ella holt Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira
Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira