Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2018 08:15 Líkurnar á hungursneyð í hafnarborginni Hodeidah í Jemen aukast dag frá degi. Þetta jemenska barn þjáist af vannæringu. vísir/getty „Milljónir örvæntingarfullra barna og fjölskyldna víðs vegar í Jemen gætu senn verið án matar, vatns og hreinlætisvara vegna versnandi efnahagsástands og linnulauss ofbeldis í hafnarborginni Hodeidah,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu í gær. Hún sagði að samspil þessara tveggja þátta yki líkurnar á því að ástand, sem nú þegar er slæmt, versni enn frekar. Að sögn Fore eru vatns- og skólpkerfi borgarinnar að hruni komin vegna ört hækkandi eldsneytisverðs. Það þýðir að stór hluti fyrrnefndra barna og fjölskylda gæti verið í enn meiri hættu. „Ástandið gæti leitt til þess að faraldur brýst út og vannæring eykst.“ Þannig aukast sömuleiðis líkurnar á hungursneyð. „Að okkar mati munu 1,2 milljónir til viðbótar vera í sárri vatnsþörf brátt og líklega mun sú tala hækka á næstu dögum.“ Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. „Þessar aðstæður, sem eru hrikalegar einar og sér, fara versnandi vegna ástandsins í Hodeidah þar sem átökin ógna lífi barna og flutningi eldsneytis og neyðarbirgða til Jemena. Ef ráðist er á höfnina og hún sködduð eða sett í herkví gætu fjórar milljónir barna til viðbótar þurft að búa við sáran skort.“ Íslandsdeild UNICEF hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir jemensk börn frá því í maí. Að því er kemur fram í tölvupósti frá UNICEF á Íslandi til Fréttablaðsins hafa sextán milljónir safnast. Enn er hægt að senda SMS-ið Jemen í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
„Milljónir örvæntingarfullra barna og fjölskyldna víðs vegar í Jemen gætu senn verið án matar, vatns og hreinlætisvara vegna versnandi efnahagsástands og linnulauss ofbeldis í hafnarborginni Hodeidah,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu í gær. Hún sagði að samspil þessara tveggja þátta yki líkurnar á því að ástand, sem nú þegar er slæmt, versni enn frekar. Að sögn Fore eru vatns- og skólpkerfi borgarinnar að hruni komin vegna ört hækkandi eldsneytisverðs. Það þýðir að stór hluti fyrrnefndra barna og fjölskylda gæti verið í enn meiri hættu. „Ástandið gæti leitt til þess að faraldur brýst út og vannæring eykst.“ Þannig aukast sömuleiðis líkurnar á hungursneyð. „Að okkar mati munu 1,2 milljónir til viðbótar vera í sárri vatnsþörf brátt og líklega mun sú tala hækka á næstu dögum.“ Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. „Þessar aðstæður, sem eru hrikalegar einar og sér, fara versnandi vegna ástandsins í Hodeidah þar sem átökin ógna lífi barna og flutningi eldsneytis og neyðarbirgða til Jemena. Ef ráðist er á höfnina og hún sködduð eða sett í herkví gætu fjórar milljónir barna til viðbótar þurft að búa við sáran skort.“ Íslandsdeild UNICEF hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir jemensk börn frá því í maí. Að því er kemur fram í tölvupósti frá UNICEF á Íslandi til Fréttablaðsins hafa sextán milljónir safnast. Enn er hægt að senda SMS-ið Jemen í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira