Aðstoðarmanni heimilt að flytja þrjú dómsmál Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. október 2018 08:00 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, fékk leyfi til að klára þrjú útistandandi dómsmál eftir að hún hóf störf. Fréttablaðið/GVA „Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira