Aðstoðarmanni heimilt að flytja þrjú dómsmál Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. október 2018 08:00 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, fékk leyfi til að klára þrjú útistandandi dómsmál eftir að hún hóf störf. Fréttablaðið/GVA „Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira