Elísabet nálgast endamarkið í eyðimörkinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 08:50 Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum. fréttablaðið/stefán Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu? Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu?
Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent