Fjöruferð ferðamanns endaði með gjörónýtum bílaleigubíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2018 14:45 Bíllinn er gjörónýtur Mynd/Halldór Gíslason Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira