Selja í Sýn og kaupa í Högum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2018 10:25 Ingibjörg Pálmadóttir á 90 prósenta hlut í Fréttablaðinu. Vísir/Vilhelm 365 miðlar hafa selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna og keypt ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða króna. Gengið var frá viðskiptunum í morgun að því er Fréttablaðið greinir frá og vísar í heimildir. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. sem aftur eiga Torg ehf, útgáfufélag Fréttablaðsins. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. 365 miðlar eignuðust hlut sinn í Sýn þegar að Sýn keypti stærstan hluta 365 miðla, að undanskildu Fréttablaðinu og tískutímaritinu Glamour í fyrra. Samkeppniseftirlitið setti Ingibjörgu þau skilyrði að hún yrði innan tiltekins tíma að selja hlut sinn í Sýn eða Torgi. Hjónin fengu á dögunum Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Fréttablaðinu. Nú, tæpum tveimur vikum síðar, hafa þau samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, ákveðið að selja hlut sinn í Sýn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins seldi Ingibjörg 32.380 þúsund hluti í Sýn á genginu 61,5 krónur á hlut fyrir um 1.991 milljón króna. Þá keypti hún 36.900 þúsund hluti í Högum - ríflega þriggja prósenta hlut - á genginu 47,5 krónur á hlut. Nam kaupverðið þannig 1.753 milljónum króna. Félög tengd Ingibjörgu áttu fyrir yfir tveggja prósenta hlut í Högum, einkum í gegnum fjármögnun hjá Kviku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðskiptin hafa ekki verið tilkynnt til Kauphallarinnar þegar þetta er skrifað. Hins vegar má sjá að viðskipti með bréf í Sýn námu í morgun rúmum tveimur milljörðum króna en viðskiptum með bréf tæplega 1,9 milljörðum króna.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. 24. janúar 2018 08:00 Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Þurfa annaðhvort að selja hlut sinn í Sýn eða Fréttablaðinu. 20. september 2018 06:30 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
365 miðlar hafa selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna og keypt ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða króna. Gengið var frá viðskiptunum í morgun að því er Fréttablaðið greinir frá og vísar í heimildir. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. sem aftur eiga Torg ehf, útgáfufélag Fréttablaðsins. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. 365 miðlar eignuðust hlut sinn í Sýn þegar að Sýn keypti stærstan hluta 365 miðla, að undanskildu Fréttablaðinu og tískutímaritinu Glamour í fyrra. Samkeppniseftirlitið setti Ingibjörgu þau skilyrði að hún yrði innan tiltekins tíma að selja hlut sinn í Sýn eða Torgi. Hjónin fengu á dögunum Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Fréttablaðinu. Nú, tæpum tveimur vikum síðar, hafa þau samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, ákveðið að selja hlut sinn í Sýn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins seldi Ingibjörg 32.380 þúsund hluti í Sýn á genginu 61,5 krónur á hlut fyrir um 1.991 milljón króna. Þá keypti hún 36.900 þúsund hluti í Högum - ríflega þriggja prósenta hlut - á genginu 47,5 krónur á hlut. Nam kaupverðið þannig 1.753 milljónum króna. Félög tengd Ingibjörgu áttu fyrir yfir tveggja prósenta hlut í Högum, einkum í gegnum fjármögnun hjá Kviku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðskiptin hafa ekki verið tilkynnt til Kauphallarinnar þegar þetta er skrifað. Hins vegar má sjá að viðskipti með bréf í Sýn námu í morgun rúmum tveimur milljörðum króna en viðskiptum með bréf tæplega 1,9 milljörðum króna.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. 24. janúar 2018 08:00 Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Þurfa annaðhvort að selja hlut sinn í Sýn eða Fréttablaðinu. 20. september 2018 06:30 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. 24. janúar 2018 08:00
Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Þurfa annaðhvort að selja hlut sinn í Sýn eða Fréttablaðinu. 20. september 2018 06:30