Vaxtagreiðslur í sögulegu lágmarki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 07:30 Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Vísir/Stefán Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira