Vaxtagreiðslur í sögulegu lágmarki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 07:30 Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Vísir/Stefán Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira