Krísa! Friðjón Friðjónsson og Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Friðjón Friðjónsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun