Fjölgum hlutastörfum! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. október 2018 07:00 Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar