Ferðatöskur til Parísar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. október 2018 07:00 Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun