Skemmdir á Frosta meiri en talið var í fyrstu Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2018 19:30 Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15
Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30