Fujimori segir að fangelsið myndi ganga af honum dauðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 22:38 Fujimori var forseti Perú frá 1990 til 2000. Hann var frameldur frá Japan árið 2007 og var síðar dæmdur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Vísir/EPA Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31