Ökumaður slapp ómeiddur þegar stór flutningabíll með tengivagni valt út af þjóðveginum skammt frá Varmahlíð í Skagafirði um miðnætti. Ökumaðurinn var einn í bílnum.
Ekki er vitað um tildrög, en snjóþekja og hálkublettir voru á veginum þegar þetta gerðist.
Fréttastofu er ekki kunnugt um farm bílsins eða hvort hann skemmdist.
Stór flutningabíll valt í Skagafirði
Gissur Sigurðsson skrifar
