Hafið við Ísland hefur kólnað um þrjár gráður frá 2012 Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2018 08:33 Hafstraumar við Íslandsstrendur hafa mikið að segja um búsetuskilyrði hér. visir/hanna Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greindi frá því á Facebook-síðu sinni seint í gærkvöldi að greina megi örugga stigvaxandi kólnum sjávar á hafsvæðunum suður og suðvestan af Íslandi frá árinu 2012, kólnun sem nemur heilum þremur gráðum. Einar setur fram þrjár til hugsanlegar skýringar á þessu en treystir sér ekki til að kveða úr um hugsanlega orsakaþætti. Og segir ábyrgðarlaust að spá fyrir um framhaldið. En, bendir á að sjávarhitabreytingar á úthafi séu afar hægar og því sé um ótrúlega mikil umskipti á árunum 2012 til 2018 að ræða á stóru hafsvæði NV-Atlantshafs.Einar nefnir til sögunnar þrjár eða fjórar hugsanlegar skýringar á hinni markvissu kólnun sem greina má á stóru svæði í Atlantshafinu.Þær skýringar sem Einar nefnir til sögunnar sem hugsanlegar eru eftirfarandi: 1. „Óvenjuþrálátir vestan- og norðvestan vindar að vetri og vori frá Kanada og langt út á haf hafa valdið kælingu yfirborssjávarins og vindarnir einnig aukið á útbreiðslu svalsjávarins frá Labradorhafi út á NV-vert Atlantshaf.“ 2. Mikil bráðnun hafíss undanfarin 20-30 ár sem borist hefur með köldum straumum, einkum með A-Grænlandi hefur aukið lagskiptingu sjávar sem aftur dregur úr djúpsjávarmyndun og þar með "hita- og seltufæribandinu". Þetta er ekki einfalt í mælingum, en niðurstaðan er engu að síður hægfara kólnun. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur þarna líka við sögu. 3. Norður-Atlantshafs-straumkerfið (Golfstraumurinn) er að breytast með hlýnun veðurfars. Kvíslin með hlýsjó fyrir sunnan Grænland og inn í Labradorhafið hafi veikst á meðan meginkvíslin til norðurs fyrir vestan Noreg sé óbreytt eða jafnvel styrktist. Þá nefnir Einar fjórðu skýringuna sem stundum er nefnd og þá í samhengi við einhverjar hinna: „Hún er sú að síðustu árin hafi óvenjumikið „lekið“ af ferskum og ísköldum sjó á milli Kanadísku eyjanna norðan úr Bauforthafi (Íshafinu), en þar hefur safnast upp ferskur sjór sem hringsólar þar hálfinnilokaður.“ Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greindi frá því á Facebook-síðu sinni seint í gærkvöldi að greina megi örugga stigvaxandi kólnum sjávar á hafsvæðunum suður og suðvestan af Íslandi frá árinu 2012, kólnun sem nemur heilum þremur gráðum. Einar setur fram þrjár til hugsanlegar skýringar á þessu en treystir sér ekki til að kveða úr um hugsanlega orsakaþætti. Og segir ábyrgðarlaust að spá fyrir um framhaldið. En, bendir á að sjávarhitabreytingar á úthafi séu afar hægar og því sé um ótrúlega mikil umskipti á árunum 2012 til 2018 að ræða á stóru hafsvæði NV-Atlantshafs.Einar nefnir til sögunnar þrjár eða fjórar hugsanlegar skýringar á hinni markvissu kólnun sem greina má á stóru svæði í Atlantshafinu.Þær skýringar sem Einar nefnir til sögunnar sem hugsanlegar eru eftirfarandi: 1. „Óvenjuþrálátir vestan- og norðvestan vindar að vetri og vori frá Kanada og langt út á haf hafa valdið kælingu yfirborssjávarins og vindarnir einnig aukið á útbreiðslu svalsjávarins frá Labradorhafi út á NV-vert Atlantshaf.“ 2. Mikil bráðnun hafíss undanfarin 20-30 ár sem borist hefur með köldum straumum, einkum með A-Grænlandi hefur aukið lagskiptingu sjávar sem aftur dregur úr djúpsjávarmyndun og þar með "hita- og seltufæribandinu". Þetta er ekki einfalt í mælingum, en niðurstaðan er engu að síður hægfara kólnun. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur þarna líka við sögu. 3. Norður-Atlantshafs-straumkerfið (Golfstraumurinn) er að breytast með hlýnun veðurfars. Kvíslin með hlýsjó fyrir sunnan Grænland og inn í Labradorhafið hafi veikst á meðan meginkvíslin til norðurs fyrir vestan Noreg sé óbreytt eða jafnvel styrktist. Þá nefnir Einar fjórðu skýringuna sem stundum er nefnd og þá í samhengi við einhverjar hinna: „Hún er sú að síðustu árin hafi óvenjumikið „lekið“ af ferskum og ísköldum sjó á milli Kanadísku eyjanna norðan úr Bauforthafi (Íshafinu), en þar hefur safnast upp ferskur sjór sem hringsólar þar hálfinnilokaður.“
Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira