Túristaþyrla í Hornvík vekur furðu Ísfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Ferðamenn af skemmtiferðaskipi stíga á land á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar. Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnareftirliti á Hornströndum. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarfulltrúar á Ísafirði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskipum og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flugið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viðurkenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferðaþjónustufyrirtæki hafi flogið ferðamönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísafirðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í friðlandinu, til dæmis í gegn um skipulag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströndum?“ spyrja bæjarfulltrúar. Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lendingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi landeigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlutverk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að takmarka landtöku farþega skemmtiferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþegabáta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020 að sniðganga hafnir á Vestfjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lónafjarðar, í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira