Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2018 06:45 Vísir/Getty UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. Frammistaða Khabib var frábær og kláraði hann Conor með uppgjafartaki í 4. lotu. Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði hann yfir Conor og hljóp svo að hornamönnum Írans. Khabib stökk yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál fyrir utan búrið og stukku liðsfélagar Khabib yfir búrið og réðust á Conor. Tveir liðsfélagar Khabib stukku yfir búrið og kýldu Conor. Öryggisgæslan stökk inn en nokkrir af liðsfélögum Khabib voru umsvifalaust handteknir. Conor ætlar hins vegar ekki að kæra og verður liðsfélögum Khabib sleppt. Bæði Khabib og Conor var fylgt úr höllinni skömmu síðar af öryggisgæslu og fékk Khabib ekki beltið um mittið eins og venjan er. Bruce Buffer tilkynnti Khabib sem sigurvegara en báðir bardagamenn voru fjarverandi. Hópslagsmálin setja stóran svartan blett á íþróttina og var hegðun Khabib og liðsmanna hans hreinlega til skammar. Ljóst er að einhverjir eftirmálar verða af hegðun Khabib og hans manna. Íþróttanefnd Nevada fylkis sem hafði yfirumsjón yfir viðburðinum mun taka málið til rannsóknar. Myndbönd af atvikunum og öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Sjá meira
UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. Frammistaða Khabib var frábær og kláraði hann Conor með uppgjafartaki í 4. lotu. Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði hann yfir Conor og hljóp svo að hornamönnum Írans. Khabib stökk yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál fyrir utan búrið og stukku liðsfélagar Khabib yfir búrið og réðust á Conor. Tveir liðsfélagar Khabib stukku yfir búrið og kýldu Conor. Öryggisgæslan stökk inn en nokkrir af liðsfélögum Khabib voru umsvifalaust handteknir. Conor ætlar hins vegar ekki að kæra og verður liðsfélögum Khabib sleppt. Bæði Khabib og Conor var fylgt úr höllinni skömmu síðar af öryggisgæslu og fékk Khabib ekki beltið um mittið eins og venjan er. Bruce Buffer tilkynnti Khabib sem sigurvegara en báðir bardagamenn voru fjarverandi. Hópslagsmálin setja stóran svartan blett á íþróttina og var hegðun Khabib og liðsmanna hans hreinlega til skammar. Ljóst er að einhverjir eftirmálar verða af hegðun Khabib og hans manna. Íþróttanefnd Nevada fylkis sem hafði yfirumsjón yfir viðburðinum mun taka málið til rannsóknar. Myndbönd af atvikunum og öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Sjá meira
Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30
Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15