Örin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. október 2018 07:00 Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar