Ekki gætt að hagsmunum fólks með fötlun við rannsókn mála Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. október 2018 06:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fór fyrir vinnu starfshópsins. fréttablaðið/anton brink Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira